Orkulundur heilsumiðstöð

Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri, sími: 462 6363, orkulundur@gmail.com.

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fer fram með þeim hætti að í flestum tilvikum liggur sá er þiggur meðferðina á bekk og er fullklæddur. Meðferðaraðilinn byrjar á að greina hreyfinguna í mænuvökvanum með því að þreifa eftir henni á nokkrum stöðum á líkamanum, finnur hann hvar spenna liggur sem hindrar hreyfinguna. Einnig leitar hann eftir staðbundinni spennu í bandvef. Meðferðin felst í því að losa um spennuna í bandvefnum og því að liðka til fyrir hreyfingu höfuðbeina og spjaldbeins. Síðan eru þessi bein notuð til að toga léttilega í himnurnar sem festast við þau. Þannig næst að losa um spennu í þessu himnukerfi.

Algengt er að þessi meðferð taki um klukkustund í senn en það er mjög misjafnt eftir einstaklingum hve oft þarf að koma til að liðka vel um kerfið. Langflestir finna fyrir verulega bættri líðan á fyrstu 1-3 skiptunum. Hafa mjög margir gert þessa meðferð að reglubundnum þætti í sinni heilsueflingu.

Yfirleitt er notaður léttur þrýstingur eða tog sem hefur að markmiði að meta og meðhöndla himnurnar sem umlykja miðtaugakerfið. Þessi meðferð vinnur með líkamanum í að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins, minnkar neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn sjúkdómum.

Það er margt sem getur valdið hindrun og röskun í starfsemi heila og mænu, þessu viðkvæma kerfi manslíkamans, t.d. slys, sýkingar, heilahimnubólga, erfið fæðing og önnur áföll, sem á einhvern hátt snerta þennan líkamshluta. Þess vegna er mjög æskilegt að losa um höft sem myndast á þessu svæðum líkamans. Meðferðin byggist að mestum hluta á nákvæmu inngripi í hreyfingu beinanna, en einnig er losað um utankomandi höft sem hafa áhrif á hreyfingu þeirra. Um er að ræða öll bein höfuðkúpunnar, hrygginn og spjaldhrygginn. Af því dregur meðferðin nafn sitt. Að auki tilheyra þessu kerfi allar himnur heilans og mænunnar, svokallaðar „dural membranes“ sem umlykja miðtaugakerfið. Einnig þau líffæri er tengjast framleiðslu og frárennsli heila- og mænuvökva.

Framleiðsla heila- og mænuvökva er taktbundin sex til tólf sinnum á mínútu. Þannig myndast sláttur (púls) sem er hægt að finna greinilega. Fyrir þá sem hafa lært höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun er hann eins auðfundinn og hjartsláttur. Höfuðbeinin eiga að geta hreyfst sjálfstætt á ákveðinn hátt og heilahimnumar eru teygjanlegar og sveigjanlegar. Í þessari meðferð reynum við að gera okkur grein fyrir hreyfanleika þessara himna og losa um höft með mjög næmri og varfærinni snertingu. Sá snertiþrýstingur fer sjaldnast yfir fimm grömm. Mestur hluti meðferðarinnar er því nærfærin snerting og hreyfing á beinunum. Einnig er losað um höft sem koma utan frá og hafa áhrif á hreyfingu beinanna, þ.e. þverstæðar þindir líkamans, sem bindast hryggnum.

Losað um banakringlu og hnakkabein

Stór þáttur í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun er svokölluð úrvinda (unvinding) en þar fær viðtakandi meðferðarinnar aðstoð við að leysa spennt hreyfimunstur. þá fer líkaminn í gegn um sama ferli og olli vandanum. Með þessari aðstoð gerir hann það „afturábak“ á þann besta hátt sem hann sjálfur finnur. Hafi t.d. einhver handleggsbrotnað þá þyrfti líkaminn að gera sömu hreyfingar og hann varð fyrir við slysið, en nú í öfugri röð. það hefur komið í ljós að þegar líkami hefur orðið fyrir áverka og er fastur í einhverju munstri er auðveldast fyrir hann að sleppa þessu hafti í sömu stellingu og hann var þegar hann varð fyrir áverkanum. Þetta er furðulegt á að horfa en mjög áhrifarík aðferð til losunar umræddra hafta. Meðferðin hefur gefist vel við ýmsum kvillum. Má þar fyrst nefna vandamál tengd  miðtaugakerfi,  jafnvægistruflun, sjónskekkju, lesblindu, misþroska og ofvirkni, hryggskekkju, bakverk, höfuðverk, bitvandamálum,þindarlosun, truflun í hormóna- og ónæmiskerfi, streitu- og spennueinkennum.

Vefræn tilfinningalosun (SomatoEmotionalRelease, SER)  

Hvað er vefræn tilfinningalosun?

Hefur þú upplifað að vera með líkamleg meiðsl sem halda áfram að plaga þig löngu eftir að þau eru gróin? Það er ekki eins óalgengt og halda mætti. Jafnvel þótt losun verði á líkamlegum kvillum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er stundum nauðsynlegt að losa einnig úr læðingi þær tilfinningar sem liggja á bak við líkamlega kvillann til að ná fullkomnum árangri og bata. Í þessum tilfellum hvetur meðferðaraðili til vefrænnar tilfinningalosunar á meðan á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð stendur.

Þetta meðferðarform hófst í lok áttunda áratugarins þegar Dr. John Upledger og lífeðlisfræðingurinn Dr. Zvi Karni, uppgötvuðu að oft geymir líkaminn í sér orku/tilfinningar, t.d. reiði eða hræðslu, sem er afleiðing slysa, meiðsla eða tilfinningalegs áfalls. Áfallið gerir það að verkum að líkaminn geymir orkuna/tilfinninguna á einhverjum stað í líkamanum og myndar það sem kallast orkumein (energy cyst). Líkaminn getur aðlagast slíkum orkumeinum, en þau valda því að meiri orka fer í alla líkamsstarfsemina. Eftir því sem árin líða minnkar aðlögunarhæfni líkamans og fram koma einkenni sem sífellt er erfiðara að horfa framhjá eða halda niðri.

Vefræn tilfinningalosun er unnin með því að meðferðaraðili notar ákveðna samtalstækni, leiðir viðkomandi í gegnum áfallið, og vinnur þannig úr tilfinningalegri hlið þess.
Tímapantanir og nánari upplýsingar gefa Rolf Hannén í s: 899-1006, rolf@simnet.is eða Svandís Jónsdóttir í s: 865- 5100.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on júní 14, 2012 by in Meðferðir.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: